top of page

Bio

Hljómsveitin Brek var stofnuð árið 2018. Sveitin leikur aðallega frumsamda, alþýðu skotna tónlist með áhrifum úr ýmsum áttum, m.a. þjóðlagatónlist, jazz og popp en meðlimir sveitarinnar leggja mikla áherslu á að skapa áhugaverða stemningu í hljóðfæraleik sínum. Auk þess er lögð áhersla á fjölskrúðuga notkun íslenskrar tungu í textagerð. 

Hljómsveitina skipa Harpa Þorvaldsdóttir söngkona og píanóleikari, Jóhann Ingi Benediktsson gítarleikari og söngvari, Guðmundur Atli Pétursson mandólínleikari og Sigmar Þór Matthíasson bassaleikari.

 

Hljómsveitin var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokki þjóðlagatónlistar tvö ár í röð og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötu ársins í þjóðlaga- og heimstónlist árið 2022 fyrir sína fyrstu plötu sem er samnefnd sveitinni, ásamt því að platan var Plata vikunnar á Rás 2.

 

Á árinu 2023 spilaði Brek official showcase á hátíðunum Folk Alliance International í Kansas City í febrúar og á Nordic Folk Alliance í Hróarskeldu í Danmörku í apríl.

Sveitin er einnig dugleg að leika á tónleikum innanlands og stefnir á frekara tónleikahald bæði innanlands og erlendis á næstunni.

- Almennar fyrirspurnir - 

brekband@gmail.com

- Bókanir - 

brekbooking@gmail.com

LP-IStonl-mockup.png
bottom of page